Daily Archives: May 9, 2015

Veisluskipulag

Published by:

Skipulagning á veislu getur verið yfirþyrmandi og ógnvekjandi, sérstaklega ef um er að ræða stóra árshátíð eða annað álíka. Flest okkar forðast slíkar aðgerðir og ákveða að ráða inn sérfræðinga til að sjá um herlegheitin.

Þegar skipuleggja á veislu er margt sem þarf að hugsa um. Hægt er að nálgast fjölda mjög gagnlegra handbóka sem leiðbeina fólki. Notaðu þessar leiðbeiningar til að skipuleggja atburðinn með góðum fyrirvara.  Allir viðburðir, hvort sem það er hópefli eða almenn afþreying, t.d. fyrir fyrirtæki eins og Wimpernextensions, þarf líka að skipuleggja í þaula ef vel á að takast til.

Gefðu þér tíma
Þú þarft að gefa þér nægan tíma til að skipuleggja viðburðinn. Almennt er magn þess tíma sem þarf í verkið óháð þeirra tegund veislu sem þú ætlar að skipuleggja.  Sumir vinna vel undir álagi og vilja gera allt á síðustu stundu á meðan aðrir vilja plana allar aðgerðir í þaula langt fram í tímann. Þú ættir að reyna að gefa þér amk tveggja vikna frest og hámarki sex vikur. Ef þú ert að skipuleggja stóran viðburð gætirðu þurft að taka allt að átta vikur í skipulagningu.

Ein stærsta áhættan er að bíða fram á síðustu mínútu og þá er hættan sú að sumir gestanna sjá sér ekki fært um að mæta þar sme þeir hafa skuldbundið tímann sinn í annað.  Það síðasta sem þú vilt er svo slæm mæting að það verður nauðsynlegt að færa viðburðinn.

Tegund viðburðar
Ákvörðun um tegund viðburðar er mjög mikilvægt.  Þú ættir að ákveða þennan hluta mjög snemma, það mun auðvelda lífið til muna þegar fram í sækir.  Ef þú ert að skipuleggja barnaafmæli þá veistu hvernig þú vilt hafa hlutina en það á þó ekki alltaf við. Viltu hafa formlegan viðburð eða kannski afslappaðri garðpartý eða frjálslega árshátið? Þessi vitneskja mun auðvelda þér alla vinnu.

Velja þema
Þú ættir að ákveða á þema snemma í áætlanagerðinni. Þegar þú hefur ákveðið almennt þema þá verður restin af áætlanagerðinni einföld. Þema hjálpar til að gera ákvarðanir um hvers konar boð, starfsemi, skreytingar og mat þarf að hafa.

Það er alltaf gott að hafa þema fyrir barnaafmæli. Gott partýþema sameinar gestina.